28.12.2003
Nú eru jólin gengin úr garðinum mínum. Og framundan er áramóta glans og gleði. Jólin eru búin að vera alveg
mergjaðslega góð og mikið búið að chilla. Indí hélt afmælið sitt síðast líðin laugardag og þar var sko tjúttað.
Ykkar unaðslega Rósa Björk
27.10 2003
Hæ Rósa hér...mér fannst bara vanta frétt því þetta er orðið soldið sorglegt!
Það gengur bara allt í hagin hjá okkur öllum (svo ég viti) og skólinn er
alveg súper. Ég á bráðum afmæli (9.nóv fyrir þá sem eru svo heimskir að vita það ekki) og ég ætla að halda alveg HLUSSU veislu...nei,nei
bar smá teboð ;)
25.08.2003
Hæ, Beggiló er hér og vill láta ykkur vita að Anna og Ágústa eru löngu komnar
heim frá úglöndum :) Það átti að vera búið að segja það miki fyrr en e-ð klikkaði, arrrggg... Við byrjuðum
í skólanum í dag nema Anna, Ágústa og Sunna byrjuðu á föst. Kíkið endilega á nýja spjallið okkar :)
28.07.2003
BEGGA KEMUR HEIM FRÁ KRÍT Í KVÖLD!!!!!!!!! Við ætlum að bíða eftir
henni alveg eins og við gerðum fyrir Rósu og við ætlum að gera það aftur fyrir Önnu næsta mánudag þegar hún kemur heim
frá London (bara 3 í röð). Rósa var að keppa við boltafélag Ísafjarðar um helgina (hvaða helvítis vitlyesu nafn er þetta).
Við viðtum ekki alveg hvernig það fór því að við höfum ekki hitt hana en mér finnst þetta bara svo fyndið nafn (Boltafélag
Ísafjarðar hí hí hí).
23.07.2003
Í morgun fór flugvél í loftið sem innihélt Ágústu og co á leið til
Costa Del Sol. Rósa kom heim í fyrra dag og lenti í 8-16 sæti af 140 á Gothia Cup sem er náttlega súper. Begga kemur heim
á mánudaginn frá Krít. Hún senti Önnu og Ingibjörg kort og það hellti einhver grískur dansari bjór á hana þegar hann
var að bjóða henni upp í dans (eitthvað sem ég get ekki ýmindað mér) :)
23.07.2003
Hæ þetta er Anna. Ég vildi bara láta ykkur vita að Júlíus Brjánsson kom
í bakaríið til mín í dag og líka Raggi Bjarna. Ég vildi bara láta ykkur vita.
11.07.2003
Núna er Begga komin til Krítar að hlusta á krítískt útvarp og hendir klósettpappírnum
í ruslið. Svo er Rósa að fara til Svíðþjóðar í kvöld að hlusta á Svídískt útvarp og henda klósettpappírnum út um gluggann.
Í kvöld ætlum við hinar að horfa á Just Married og gera full af skemmtilegum hlutum svo að við þurfum ekki að pæla í
því að þær eru í útlöndum og ekki við bú hú hú. Svo flytur Sigga eftir 4 eða fimm daga. Ingibjörg hefur farið í
sex flugvélar á árinu.
|